Nú var komið að síðustu æfingu í Basic Training. Vika úti í skógi með eins lítinn mat og svefn sem mögulega.
Við vöknum við öskur kl. 4 um nóttina, ALARM. Við eigum að drulla okkur út og helst í gær.
Af því að ég þekkti veterans vissi ég af þessu og var búinn að læsa hurðini.
Ég hafði sofið fullklæddur til þess að spara tíma og sprett á fætur.
Ég ríf súkkulaðið sem ég hafði geimt undir púðanum og sting því upp í mig öllu í einu.
Ég ríf frag vestið mitt og set það á mig, basic eq kringum vestið og hendi bakpokanum á mig.
Meðan hinir á herberginu, sem hlustuðu ekki á mig þegar ég sagði þeim að sofa fullklæddir, eru enþá að klæða sig, stekk ég út í röð.
Ég bíð þar þangað til að restin er komin út.
Við förum út í risastóra bílskúrinn okkar og þar erum við látin skríða öfugt í bakpoka, einungis klædd nærbuxum. Þeir fara í gegnum ALLA hlutina okkur, alla vasa, allt. Rífa allt úr töskuni og allt í sundur.
Ég var eiginlega að hálf kafna inni í þessum svefnpoka, þannig ég reyndi að lofta út með löppunum, en var strax bannað það.
Þeir sem að voru með EITTHVAÐ annað en á listanum yfir það sem við máttum hafa með, hvort sem það voru gamlar umbúðir af nammi í vösunum, eða sígarettupakki, þá fékk maður 10kg landmínu til þess að bera alla vikuna.
Ég var ekki með neitt sem ég mátti ekki hafa með, enda búinn að fara fram og aftur gegnum alla vasa.
Nokkrir einstaklingar fengu landmínur.
Dagurinn byrjar á ca. 15km march kringum terrainið, gerandi verkefni á leiðinni. Það tók ca. 8 klukkutíma og við fáum að fylla vatn einu sinni.
Við erum seinna keyrð út í annað terrain og þá er komið kvöld.
Við setjum upp base með bivakks (Tjald-þak sem við setjum yfir okkur) og close encounter defenses.
Þegar við erum búin að því, fáum við einn hráann fisk á mann og kartöflur. Við búum til nokkurskonar ofn í jörðini með kolum og hópurinn minn var heppinn að hafa mig, þar sem ég var sá eini sem kunni að matreiða fiskinn (enda eini Íslendingurinn). Ég skar hann, setti hann í álpappír og pakkaði honum saman með kartöflunum. Þetta varð að ljúffengri máltíð með ekki of mikið af beinum.
Eftir matinn hugsa ég einu skrefi fram og tek restina af kartöflunum og set þær allar í einn stórann álpappírsböggul sem ég læt grillast yfir nóttina.
Við erum látin ganga alla nóttina og fáum eiginlega engan svefn.
Nokkrir gefast upp þessa nótt. Ekki af því þau voru búin, heldur gátu þau ekki ímyndað sér tæpa viku í viðbót af þessu, sem er þar sem flestir klikka.
Um morguninn tek ég kartöflurnar upp og set þær í vasann.
Hópurinn minn getur borðað þær yfir daginn, sem gengur með urban warfare og göngutúrum. Alltaf göngutúrum út um allt.
Við gerum lítið annað en að labba allann liðlangann daginn.
Við fáum engann svefn þessa nótt heldur og gefast ennþá fleiri upp.
Um miðvikudaginn var komið að því að setja upp gaddavír í marga klukkutíma. Við vorum óheppin með veðrið, vægast sagt, þar sem rigningin náði 30mm. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru það risastórir dropar sem að hagla niður á mann á fullum krafti. Þessu veðri var spáð allann daginn.
Við byrjum að setja upp gaddavírinn, sem er erfið vinna. Maður þarf að berja niður risastóra nagla með handafli og bera stál mörg hundruð metra í senn.
Það er hægt að brosa fyrir myndavélini, sama hvað.
Út af veðrinu, held ég að ca. 70% af fólkinu hafi gefist upp þann dag. Áður en þú veist af því er fólk sem þú hefur unnið með gegnum 4 mánuði bara farið og þú sérð það ekki aftur.
Eftir gaddavírinn gröfum við hlaupagöng til þess að verjast árás. Öll æfingin er eitt stórt mission og við vinnum eftir því. Árásin kemur norðanfrá þannig við byggjum göngin með vörn í þá átt.
Eftir þá klukkutíma sem það tekur, stöndum við í ''holunum'' eins og við köllum þær.
Skriðdrekar byrja að nálgast norðanfrá. Ég sem þjálfaður sérfræðingur á rocket launcher fæ skipun að gera hann klárann.
Mér er skipað að skjóta og ég skýt með lausu krútti og hjálparmaður minn hleður hana.
Skriðdrekinn er úr leik, en nú reportar recon liðið tugi landgönguliða nálgast. Ég dreg C7'inn minn fram og fæ skipun að skjóta. Ég skýt og skýt þangað til að ég heyri öskur. Náunginn við hliðiná mér hafði ekki spennt hjálminn sinn og einn yfirmannana sá það. Hann öskrar af öllum hálsi: ''HELDURÐU AÐ ÞETTA SÉ FOKKING GONG HÓ?! ÞÚ SPENNIR FOKKING HJÁLMINN ÞINN Í MÍNU REGIMENTI ÞARNA HELVÍTIS FÆÐINGARHÁLFVITINN ÞINN'' ég sný mér aftur að landgönguliðunum sem að nálgast fljótt. Ég skýt og skýt, hleð og skýt svo meira.
Við náum að verjast árásinni með glans.
Nú er komið kvöld og fleiri göngutúrar. Oftast recon missions þar sem við löbbum marga kílómetra til þess að sjá hvað er að gerast þar sem er búið að reporta activity.
Í eitt skipti erum við compromised og þurfum að hlaupa. Ég sé ekki neitt fyrir framan mig, enda nótt í skógi, og hleyp allt sem fætur toga eftir skugganum sem ég tel foringjann. Allt í einu finn ég fyrir yfirþyrmandi sársauka í auganu og dett niður með öskri. Ég whimpa úr sársauka þar sem ég ligg og reyni að koma ekki upp um okkur og bið um hjálp. Ég hafði hlaupið á grein sem hafði stungist inn í augað á mér.
Við höfum ekki tíma né aðstöðu til þess að veita almennilega skyndihjálp, þannig eftir að það versta af sársaukanum líður yfir, stend ég á lappir og hleyp aftur. Hermenn verða ekki veikir. Þeir verða bláir og drepast. Eitt af slógönunum okkar.
Þessa nótt sef ég eiginlega ekki neitt heldur.
Það rís nýr dagur og við erum bara 7 eftir í minni deild. Allir úr hópnum mínum hafa gefist upp og ég þarf að bera allt draslið. 2 rocket launchers, 2 landmínur og 10kg first aid tösku.
Sem betur fer þarf ég ekki að gera það lengi þar sem okkur er slegið saman með nýrri deild og ég fer í nýjann hóp, enda orðið einmannalegt, bara ég og liðþjálfinn.
Margt og mikið gerist, við förum á langann göngutúr, 15km að ég tel án pásu og æfum skotfimi. Ég skora 100% í báðum prófum.
Dagarnir renna út í eitt í minningu minni, þannig ég ætla að stökkva að seinasta dag.
Með ca. klukkutíma svefn á nóttu og eina máltíð á dag höldum við áfram á seinasta degi. Við höldum missioninu áfram og reynum að hafa uppi hryðjuverkahópa sem fela sig í nágrenninu. Við clearum eitt hús og finnum þar tösku sem við tökum með.
Þegar að kvöldi kemur förum við á langan göngutúr aftur með pakpokana. Þessa nótt skipuleggjum við Ambush á vehicle colone. S.s. röð af logistic trukkum og hugsanlega jeppum.
Við leggjumst og bíðum. Þegar við sjáum ljósin fæ ég skipun að gera rocket launcherinn klárann.
Ég geri það og fæ skipun að skjóta. ''HIT''. Heyrist og við dritum á bílana með C7's. Við hlaupum niður, opnum allar hurðir, skjótum allt inni í bílunum og rænum því sem að við getum notað. Ég skríð undir einn trukkinn og legg x kíló af C4 á x stað.
Við sprengjum bílana (þó ekki alvöru) og hlaupum í burtu með það sem við höfðum úr bílunum.
Við höldum gönguni áfram þangað til að okkur er sagt að stöðva og gera klárt fyrir water passage. Ég hata water passage í frosti. Við tökum tjaldþakið og vefjum töskunni inn í hana, með vestinu, poka með búningnum og stígvélunum og setjum Basic Eq og riffilinn ofaná. Sjálf íklæðumst við einungis regnfötum utaná berann kroppinn og skó.
Við drögum þetta allt að stóru vatni og eru ca. 100 metrar yfir. Við sjáum lítið ljós hinum meginn og eigum að fara eftir því. Það er níðamyrkur og maður sér ekki hendina fyrir framan sig liggur við.
Einn liðsfélagi minn er að deyja úr hræðslu. Sá hafði ekki prófað þetta áður af því hann hafði verið veikur á degi sem við æfðum þetta og var alveg að drepast. Ég laug honum að þetta væri ekkert svo slæmt og þetta tæki enga stund. Sjálfur var ég að drepast úr kvíða. Þetta var rosalega langt að synda með 60kg þar sem maður sér ekki neitt. Við höfðum bara farið yfir ca. 5 metra áður fyrr og það í dagsljósi.
Þegar ég fer í vatnið dríf ég mig yfir og sprikla eins og ég get til að frosna ekki. Ef þú færð höfuðið undir svona kallt vatn, þá slekkur heilinn á næstum allri starfssemi til þess að halda sér gangandi, út af því að hann þarfnast svo mikils hita. Ég prófaði það þegar við æfðum þetta og kom upp úr vatninu og ætlaði að segja: ''Ég bara get þetta ekki almennilega'' en það endaði sem: ''Ééeeeeee..ge..ge...guuu..allll....mmm?'' og horft var bara á mig og hlegið.
Ég kemst yfir og liðsfélaginn líka. Ég tek mitt drasl upp á axlir og byrja að færa mig að ljósinu, ca. 50 metra í burtu. Sprengjurnar byrja að dynja örfáum metrum frá mér og ég sé ekki neitt. Það eru vatnsholur út um allt sem ég stíg í, og með 60kg á bakinu er það eins og að taka hnébeygju með það. Ég verð örmagna og hníg niður. Ég öskra mitt sígilda víkingaöskur og ríf mig á fætur aftur (hehe). Ég þarf að komast að þessu ljósi. Ég sé ekkert nema ljósið. Ég heyri ekki sprengjurnar, þær eru ekki til. Ég sé ekki neitt nema þetta ljós.
Þegar ég loksins kemst upp að því, leggst ég niður örmagna. Ég er nr. 2 sem næ þangað. Ég svitna svo mikið að mér er ekki einu sinni kallt.
Þegar allir eru komnir þurfum við að færa okkur hundrað metra í viðbót, en á vegi.
Okkur er skipað að leggja draslið á grasið og gera hring kringum foringjann og enginn er það klár að taka byssuna sína með.
Við erum umkringd af jeppum. Grímuklæddir menn stökkva út og handjárna okkur. Við liggjum öll, face down, í sandinum, handjárnuð aftan fyrir bak.
Strákurinn hliðiná mér byrjar að öskra fúkyrðum að þeim og þeir taka hjálminn af honum. Hjálmurinn er eina ástæðan fyrir því að við liggjum ekki með allt andlitið grafið í sandi.
Við liggjum svona í, ef ég ætti að giska, klukkutíma. En sennilega var það ekki mikið lengur en 20 mínútur. Ég var að drepast úr kulda og var byrjaður að skjálfa og snökkta úr kulda.
Ég sé að sumum er hennt inn í bíla og þau keyrð í burtu.
Mér var hennt inn í bíl á endanum og sat með einum vini mínum. Við reyndum að halda hvorum öðrum á lífi, þar sem við duttum inn og út úr meðvitund af kulda, þreytu og hungri blandað í eitt, í blautum fötum, engin ull, bara regnföt utanum berann líkamann, í frostinu.
Við fengum að skipta um föt ca. klukkutíma seinna og með þeirri skipun var æfingin búin. Ég hafði klárað basic training og gat kallað mig hermann. Ég var ekki atvinnuhermaður enn, en ég var enginn padda heldur.
torsdag den 8. april 2010
Control Exercise
Indsendt af ArmyBee kl. 12.25
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
0 kommentarer:
Send en kommentar