Þetta skeður í nútímanum, en ekki í söguþræði bloggsins. Ég útskrifaðist á mánudaginn og þá hófst lítil æfing sem égætla að segja frá.
Byrjaði á því að keyra í APC's (Armed Personal Carriers) til áfangastað þarsem óvinurinn á að vera að taka yfir. Mitt lið átti að sprengja brú og þegar við vorum búin að setja sprengiefnin og allt á, þá bilaði APC'inn og við vorum strönduð á staðnum. Við gátum ekki sprengt þarsem við þurftum að fá orders gegnum radio til þess að gera það og öll radíoin okkar voru annaðhvort out of range eða virkuðu ekki. (Ekki simulated, þetta gerðist). Þar sem við vorum strönduð þurftum við að bíða. Það var kósí, við spjölluðum og héldum vakt á brúnni allan sólahringinn, einn maður að passa að enginn fari inn á svæðið, skipt um vakt á hálftíma fresti.
Engin hjálp barst og við vorum orðin front-vehicle. Semsagt við vorum nálægast óvininum af öllum. Við fundum skemmu í bænum sem við vorum í og sváfum þar, rétt hjá APC'inum og man'uðum 50cal'inn allann sólahringinn líka.
Mér var skítkallt sitjandi á vakt þessa nótt og þar sem við vorum svo fá, þurftum við að taka 2x 2 tíma vakt yfir nóttina hver og fengum bara 2 tíma svefn þessa nótt. En svona er það stundum.
Næsta dag gátu MMEK, bifvélavirkjar hersins, komið og lagað dósina. Við sprengdum og héldum áfram að næsta objective. Við þurftum að rífa niður brú sem önnur deild hafði byggt meðan óvinurinn var 500m norðan fyrir okkur í bardaga með infantary unit sem var staðsett þar. Við gátum rifið niður brúnna á nokkrum klukkutímum, en það er erfið vinna, þar sem hver partur af brúnni er 180 til 380kg. Í einu skrefi þarf að lyfta 2x 180kg, 1x 380kg + ca 100kg parti. Sem eru fleiri hundruð kíló og meira en nóg fyrir svona lítinn hóp.
Þegar við vorum búin með það, byrjaði að skít rigna og við urðum öll rennblaut. Haglél, snjór og stormur, allt á sama tíma fylgdi því veðri en maður þarf bara að éta sig á meðan því stendur.
Næsta objective var að sprengja veg og setja út minefields kringum veginn, svo ekki sé hægt að fara utan um holurnar sem við sprengjum í veginn án þess að keyra á mínu. Ég þurfti að hlaupa fram og aftur endalaust og varð ekkert lítið þreyttur berandi þessar mínur.
Við gátum sofið með deildinni í þetta skiptið og vorum bara með 1x 2 tíma vakt þessa nótt.
Næsta morgun ráðumst við á bæ þar sem óvinurinn hefur tekið yfir (simulated town, hús byggð fyrir æfingar). Sjantinn minn misskildi eitthvað hvað við áttum að taka með og sagði mér að taka allt úr bakpokanum mínum í og setja 20kg sprengiefni, sleggju, risa töng (boltsaks), kúbein og margt fleira sem vegur hátt. Taskan var ca. 60kg á endanum. Ég smellti henni á bakið (rólegur, ég laggðist niður og fikraði mig í hana og rétt hypjaði mig á fætur, enda 170kg þungur með restina af gearinu) og settist inn. Við byrjuðum að hlaupa ca. 500m inn í skóginn og réðumst þaðan inn í bæinn. Ég þurfti að hlaupa eins og vitleysingur og þegar við komum að húsi, þurfti ég að klifra inn um gluggann. Það er ekki létt þegar maður er 170kg þungur, en það hafðist.
Ég gat varla slegist við óvininn, þarsem að lyfta upp höndunum til að skjóta var eins og að taka poka fullan af sandi og rífa upp í hvert skipti.
Þegar við höfðum tekið yfir bæinn fór ég og kíkti á töskurnar hjá hinum sem voru með sama role. Töskurnar þeirra voru ca. 10kg... Takk herra Sgt!
Versta er að við notuðum ekkert af þessu drasli.
Eftir þetta var hrópað Index og með því orði var æfingin búin. Þá var bara að þrífa allt upp, allar mínur og drasl, safna saman og setja á trukk. Ég var, eins og alltaf, jafn ánægður þegar ég kom heim og fór í bað.
Nú ætla ég að fara sofa. Á morgun bíður mín dagur þar sem ég þarf að þrífa allt draslið sem við notuðum með deildinni. Ekkert betra en að pússa landmínur.
onsdag den 5. maj 2010
Útskrifaræfing
Indsendt af ArmyBee kl. 12.54
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
0 kommentarer:
Send en kommentar