Það er komið að fríi. Ég fer til Íslands í fríinu og slaka á.
Viku seinna byrjar ballið aftur.
Ég tek eftir því að fólk er að falla frá eins og flugur. Enda 50% fall venjulegt í Danska hernum í grunnþjálfun.
Margir detta frá út af einelti. Þeir segja að þeir séu rosalega á móti einelti, en snúa hini kinnini við ef eitthvað kemur upp. Man eftir atviki þar sem tveir strákar byrja að slást og liðþjálfinn horfir bara á og hlær meðan þeir láu í pollinum að lemja hvern annan og allur hópurinn að hvetja þá áfram.
Ein stelpan er alveg hræðileg. Hún nennir aldrei neinu og er alltaf að gleyma einhverju og lennti hún í slæmu einelti. Við þurftum oft að leita af drasli sem hún týndi eða liggja í armbeygjustellingu mínútunum saman af því hún (og oft aðrir líka) gleymdi einhverju.
Hún gefst upp mjög fljótt.
Aðrir eins og t.d. strákur sem er mjög þungur og illa á sig kominn af fitu og óheilbrigðum lífstíl heldur áfram sama hvað. Hann reynir og reynir þangað til að hann bókstaflega getur ekki meira. Þeir sem eru í lélegu formi en með viljastyrk æla oft. Hógarður eða hvað ég kallaði hann í blogginu, sem ég bý með, ælir rosalega oft. Skondið að sjá það þegar hann hleypur. Allt í einu gýs ælan út úr honum og allir færa sig meðan hann hleypur áfram ælandi.
Ég er ánægður að ég var í góðu formi þegar ég sótti inn.
fredag den 26. februar 2010
Áfram gakk
Indsendt af ArmyBee kl. 08.38
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
0 kommentarer:
Send en kommentar