onsdag den 24. februar 2010

Field Trip

Jæja. Það er allt að ske.

Það er komið að öðrum leiðangri, núna út í svæði svona 50 kílómetrum frá stöðinni.

Við stökkvum upp á bílanna sem eru sömu þröngu 27 manna trukkarnir sem við komum í á fyrsta daginn. Eftir hálftíma erum við komin og við stökkvum út og secure'um 360 gráður kringum trukkinn meðan hinir hoppa út. Við tökum bakpokana og göngum nokkra kílómetra inn í skóginn og búum til bækistöð þar. Dagurinn gengur mest með að grafa varnarholur og varnarbás alpha, bravo og charlie.

Þegar orðið er dimmt fara þeir sem ''hafa apann'' í básanna. Við notum að ''hafa apann'' sem setningu fyrir að vera í skítnum.

Þeir passa að við hin getum sofið vært og enginn ráðist á okkur. Um nóttina göngum við patrols. Ég fer í græjurnar eftir klukkutíma svefn og tek byssuna á bakið.

Okkur er gefið objectives og svo förum við annars bara af stað með kort og áttavita og finnum þessi objectives sem eru merkt á kortinu.

Ég og liðsfélaginn minn villumst en finnum aðra tvo og spurjum hvernig þeim gangi. Þeir eru líka villtir enda eldgömul kort sem við fengum. Við göngum saman og reynum að finna rétta átt. Þeir eru hræðilegir að lesa kort og það endar með því að ég slít mig frá þeim og tek minn liðsfélaga með og við finnum rétta átt.
Seinna finnum við þá aftur og þeir eru aftur villtir. Ég tek þá með mér en þarsem við höfðum villst svo lengi vorum við ekki með mikinn tíma til að leysa verkefnið. Ég sé að á kortinu er á sem rennur yfir mörg hundruð metra og það myndi spara svakalegann tíma að fara yfir hana.
Ég labba að ánni og lít á ánna. Það eru ca. 5 metrar næstum lóðrétt niður og áin er ca. 5 metra breið og svo 5 metrar upp aftur. Ég læt mig síga niður með hjálp frá vini mínum og lendi í vatninu. Það nær mér upp að hnjám.
Ég gef merki um að það sé allt í lagi að vaða yfir en enginn af þeim 3 sem voru uppi vildu verða blautir og sögðu að ég ætti bara að sjá hversu djúpt það væri. Ég varð öskureiður, enda ætlaði ég ekkert að hafa gert mig rennblautann fyrir ekkert og sagði þeim að henda í mig græjunum og sleit mig frá þeim og héllt áfram einn.

Nokkrir kílómetrar voru að næsta objective sem var merktur sem bóndagarður.
Það var dimmt og ég sé næstum ekki neitt en ég sá bóndagarðinn. Ég byrjaði að leita að stimplinum til þess að stimpla kortið mitt svo það sæist að ég hefði náð objectivinu en ég fann hann ekki strax. Ég sá eitthvað inni í skóginum við hliðina á bóndagarðinum og var viss um að það væri stimpillinn hangandi þar á grein.
Það var rafmagnsgirðing á milli mín og skógarinns og það var hellidemba og ég rennblautur, þannig ég gróf mig undir. Ég stimplaði kortið og heyrði svo í einhverjum fyrir aftan mig. Það var náttúrulega kolsvart og ég sá ekki neitt og ég var einn á bóndagarði. Það var önnur rafmagnsgirðing fyrir framan mig og þegar ég snéri mér við til að sjá hvað þetta væri brá mér ekkert smá. Þetta var risastór skepna, ekki 3 metrum frá mér sem starði á mig. Ég óvanur búskap giskaði að þetta væri naut og stökk yfir girðinguna, en riffillinn minn festist í girðinguni og flæktist og ég héllt áfram að fá straum meðan ég reyndi að flækja þetta í sundur og komast frá nautinu, sem tókst á endanum. Ég slökkti rauða ljósið sem ég notaði til að sjá hvað þetta væri og laggðist niður. Ég heyrði raddir og sá tvo liðsfélaga mína vera nálægt. Ég sagði þeim að passa sig á nautinu en þeir hlógu að mér og sögðu að þetta væri hestur. Mér leið svolítið kjánalega.

Við gengum saman og stígvélin mín voru rennblaut og ég allur hálf blautur líka út af rigninguni.
Við komum að annari á sem allir gengu framhjá sem tók lengri tíma, en ég hugsaði að það skipti engu því ég væri kort eð er hálf blautur, að vaða yfir. Liðsfélagar mínir þorðu því ekki því þeir vildu ekki verða blautir. Við eyddum of miklum tíma í að ræða það, þannig ég tók þá á hestbak og gekk með þá yfir. Þegar ég var kominn yfir hálfa ánna festist ég í mold út af þunganum og byrjaði að sökkva. Ég ákvað að ég gæti gert tvennt. Ég gæti hennt þeim af mér og þeir yrðu blautir, eða, ég gæti laggst niður og látið þá bókstaflega ganga yfir mig yfir á fast land. Ég valdi númer tvö og varð rennandi blautur allstaðar.

Við gengum áfram og mér var skítkallt. Nokkrir klukkutímar gengu og ég var orðinn heitur en þreyttur. Ég var miklu þyngri en vanalega og mér leið eins og ég gengi með múrsteina á löppunum, stigvélin voru svo þung.
Þegar við loksins komu að bækistöðvum og ég var búinn að report in, laggðist ég í tjaldið, fór úr öllum rennblautu fötunum og fór í hlý löng nærföt úr ulli. Ég laggðist svo í svefnpokann. Mér hefur aldrei liðið jafn vel.

Ég vakna við öskur frá liðþjálfanum um að við höfum 30 mínútur til að klæða okkur. Ég var alveg búinn að gleyma skítnum sem ég stæði í, þar sem ég lá í þessum svefnpoka í minni eigin hlýju sælu. Ég horfi á fötin mín sem eru ennþá jafn rennandi blaut, en bara ísköld líka frá frostinu. Mig langar mest að grenja. Ég þarf að fara aftur í fötin og ekki nóg með það heldur líka rennandi blautu stígvélin mín. Ég beit á kjálkann og klæddi mig í og vandist hrollinum sem fór í gegnum líkamann á hverri sekúndu. Ég uppgötvaði að mér myndi líða svona næstu tvo daganna.
Dagurinn gekk og mér leið hræðilega. Aldrei hafði mér áður langað jafn mikið að hringja með bjölluni.

Dagur tvö gekk líka hræðilega. Ég man svo sáralítið frá þessum dögum að ég get ekki skrifað almennilega um þá. Ég man bara að við fórum í gegnum obsticle course þarsem ég datt í annan læk og fraus aftur. Tveir-þrír aðrir duttu líka í og voru vælandi, en þeir þurftu bara að frjósa í nokkra klukkutíma, þarsem þetta var síðasti dagurinn. Í endann var ég orðinn svo kaldur að ég var hættur að hristast, ég var byrjaður að fá minnis skort og ég ráfaði bara um eins og uppvakningur, takandi byssur sem ég átti ekki, hlaðandi byssuna mína án þess að vera með neina ástæðu etc.
Liðþjálfinn minn gat ekki horft upp á þetta lengur og þótt þeir mega ekki gefa neina ölmustu svo lengi sem hermaður fúnkerar, þá senti hann mig heim einum bíl á undan hinum þarsem ég var í of annarlegu ástandi.

Ég gleymdi aldrei aftur að taka auka búning og auka stígvél með. En svona lærir maður.

0 kommentarer: