Ég er enþá grænari en gröftur þó ég kunni nokkur trikk.
Ég kann að taka riffillinn minn gjörsamlega í sundur, hreinsa hann og skjóta með honum. Ég kann að hreyfa mig í náttúruni, lifa af og fela mig. Ég kann að bjarga lífum og fæ einnig not af því.
Dag einn er ég á leiðini að gera kapteininum mínum greiða með öðrum vin mínum. Við erum einkennisklæddir í gömlum bíl.
Allt í einu sjáum við árekstur. Bíllinn sem lendir í árekstrinum flýgur á ljósastaur á yfir 100km hraða og veltur nokkrum sinnum. Við snarbremsum og hlaupum út. Vinur minn passar að traffíkin klessi ekki á bílinn og ég hleyp að konuni. Ég passa að einhver hringir 112 og kíki á konuna sem er í bílnum. Bíllinn er á hvolfi og hún situr í beltinu og biður um að fá að komast út. Ég tek ekki eftir neinum stórum blæðingum né áverkum á hnakka og hún virðist í góðu haldi. Ég ákveð að það sé best að láta hana hanga þangað til að þeir koma með sögina, þarsem ég gæti gert hlutina illt verri ef ég hreyfi við henni. Karlmaður á fimmtugsaldri sest niður og talar við hana á meðan ég fer að róa almenning. Ein kona er í sjokki og öskrar að ég eigi að draga hana út. Ég útskýri fyrir henni af hverju ég geri það ekki. Ég fæ vitni röðuð upp fyrir lögreglu og fer svo að hjálpa vini mínum að breyta umferðini. Þeir saga hana út og hún lifir auðvitað af án stærri áverka.
Ég held eftir þetta atvik áfram að objectivinu. Ég þarf að standa vörð í samkvæmi sem herinn er að halda. Allt gengur vel og ég hitti allskonar háa herra og fæ skotglös og snaps flösku með logói hersins á í verðlaun.
Ég byrja að læra skemmtilegri hluti eins og urban warfare. Við förum á aðra æfingu og lærum að berjast í bæum. Við æfum það með FX systemi sem er eins og paintball bara með byssunum okkar og í stað gas notum við alvöru byssupúður í hulstrinu en litbolta sem kúlu. Þannig maður getur ímyndað sér hvað þetta hittir fast. Við fáum grímur á, en ekkert annað. Okkur er skipað að vera í þunnum fötum. Við erum sett, hópurinn, 8 manns, inn í hús og eigum að vinna eins og við lærðum.
Ég fikra mig áfram í húsinu og sé minna og minna út af svita. Eftir smá stund sé ég næstum því ekki neitt. Við förum inn í herbergi og óvinur kemur fram bak við ísskáp, við skjótum hann fljótt niður. Næsta herbergi. Ekkert. Við fikrum okkur upp stiga og ég á að fara fyrstur inn í næsta herbergi. Ég fer vitlaust inn og er skotinn. Þarna geri ég mér grein fyrir því hversu léttilega hægt er að drepa mig ef ég geri mistök.
Ég er örugglega að gleyma helling af skemmtilegum reynslum, en ég skrifa þær bara bara í öðrum færslum, vonandi eyðileggur það ekki tímalínuna of mikið.
torsdag den 11. februar 2010
Eye of the tiger!
Indsendt af ArmyBee kl. 08.21
Etiketter: militær military army training
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
0 kommentarer:
Send en kommentar