fredag den 12. februar 2010

DumDumDumDum

Allt gengur sæmilega. Ég er svolítið gleyminn en það er bara eitthvað sem ég þarf að laga. Ég vakna, bursta í mér tennurnar, raka mig og byrja að þrífa.
Það þarf að þvo listana, sópa og skúra gólfið, þvo vaskana, klósettið, sturtuna, fara út með ruslið, þrífa speglana, bak við ofninn og fleira eins og á hverjum degi.

Þegar við erum búnir fáum við okkur morgunmat. Við chowum (borðum) á okkar borði eins og venjulega. Borðin eru ómerkt, en samt merkt, eftir tign. Liðþjálfarnir eru hæstir í fæðukeðju matsalsins þarsem officers eru of hátt settir til að borða í matsalnum yfir höfuð. Það eru tvö sjónvörp í matsalnum sem er mjög stór. Hvert sjónvarp er ca. 30 tomma og hengur á veggnum í sitt hvorum endanum. Liðþjálfarnir eru með borðin sem eru nálægast sjónvörpunum. 1st armored company er með borðin fyrir aftan þá í norður hluta byggingarinnar og Const. company í suður hlutanum.
Við erum einhverstaðar í miðjuni, of langt frá báðum sjónvörpum til að geta horft á hvorugt.

Þegar ég er búinn að chowa fer ég aftur í company byggingu okkar og leggst í rúmið. 20 mínútur þangað til að ballið byrjar. Mér finnst stundum gott að liggja og hugsa rétt áður en dagurinn byrjar.
Svo kemur daglega öskrið: ''KLÁR Á HERBERGJUM''.
Við stöndum upp og stillum okkur í ease stöðu og liðþjálfinn kemur inn. Ég sem formaður herbergisins rétti mig upp og öskra: ''ATHYGLI! STOFAN, RÉTT. Góðann morgun Herra liðþjálfi, stofa 116 er klár með 4 menn.'' Og fæ svarið um að við getum farið at ease aftur.
Hann gengur um herbergið, rífur rúmið út og allt dettur út um allt, fer niður á hné og strýkur hendini yfir gólfið, sem er ekki nógu vel þrifið. Það er aldrei neitt nógu vel þrifið. Hann fer með puttann yfir listana og þurkar skítnum sem hann finnur framaní mig fyrir að vera lélegur formaður. Aldrei nógu vel gert. Ég tók þessa lista persónulega og það var ekkert að þeim. Þessi skítur á puttanum á honum hefur komið af gólfinu sennilega. Ég segi auðvitað ekki neitt en þegar hann horfir ekki strýk ég sjálfur puttanum yfir annan stað á listanum til að vera viss.. Enginn skítur.

Dagurinn byrjar. Við göngum í takt og förum í íþróttir. Við spilum einhvern frisbí leik sem heitir Ultimate. Við unnum alla sem við spiluðum á móti en svo gerðist lítið óhapp. Diskurinn lennti á jörðini og ég hleyp af öllu afli til að ná honum og sé ekki liðsfélaga minn sem hleypur hinum meginn við diskinn til að ná honum líka. Við skellum hausunum saman og blóðið byrjar að fossa út um nefið á honum og ég er alblóðugur á enninu. Hann dettur niður og við leggjum hann á bakið og búum um nefið á honum með skyndihjálp. Hann fer á spítala og fær að vita að hann sé nefbrotinn. Hann er enþá með flott ör þann dag í dag.

Við töpuðum leiknum.

0 kommentarer: