mandag den 8. februar 2010

Enþá grænn

Að labba í nokkra klukkutíma með tugi kíló á bakinu er erfitt, þannig að íþróttir eru hluti af daglegu lífi hermanna. Við hlaupum nokkra kílómetra á hlaupadögum og annars þjálfun við cross-fit á öðrum dögum. Cross-fit gengur eiginlega út á að þreyta vöðvana gjörsamlega þangað til að þú ert örmagna og svo þreyta þá aðeins meira. Týpískur hringur er að gera armbeygjur í 2 mínútur, upphífingar í 2 mínútur, lounges í tvær og spretta í tvær. Svo tveggja mínútna pása og endurtaka.

Við byrjum einnig að læra skyndihjálp. Ég fylgist vel með, enda finnst mér þetta rosalega spennandi. Ég læri hvernig ég bý til um flest öll sár, CPR, aflimanir, veikindi og margt fleira. Í einum tímanum var okkur sýnt myndband af fólki vera aflimað á allskonar hætti. Punga skorna af, lappir sagaðar o.fl. Nokkrir gáfust upp og ældu, mér til kaldrifjaðar ánægðu. Ég nærist á mistökum og ógæfu annara.
Í hvert skipti sem einhver hringdi með bjölluni og gafst upp brosti ég. Jafnvel þótt það væru vinir mínir.

Við lærum handmerki og fóníska stafrófið: Alpha, Bravo, Charlie, Delta, Echo, Fox-Trot, Golf, Hotel, India, Juliet, Kilo, Lima, Mike, November, Oscar, Par Par, Quebek, Romeo, Sierra, Tango, Uniform, Victor, Whiskey, Yankee, Zulu.

Til að eyða óvininum þurfum við að geta hitt með rifflinum. Ég kemst fljótt að því á skotbrautini að ég er fjandi góð skytta. Ég hitti 100% gegnum öll próf og ef ég hitti við hliðiná á skotæfingu fer dagurinn minn í rúst. Við þurfum einnig að venja okkur að labba með fragmentation vestið og basis'ið. Sem eru hlutirnir sem ég útskýrði í fyrri bloggi.
Við þurfum einnig að geta lifið á bakpoka í skóginum. Við förum fljótt á fyrstu æfinguna sem eru 3 dagar úti í skógi.

Við pökkum bakpokanum sem vegur kringum 30-35 kíló ég er ''bazookuskytta'', semsagt ég er með missile launcher á bakinu líka sem vegur 12 kíló. Vestið vegar 10 kíló og basis'ið mitt ca. 10kg með vatni og baunum (skotum). Þannig ég er að bera ca. 70kg með riffilinn og hjálminn. Þá er ég allt í einu orðinn 150kg þungur.

Við erum að byrja fyrstu æfinguna og göngum að staðnum þar sem við gistum næstu daga. Það eru bara kringum 4 kílómetrar en ég var gjörsamlega að drepast eftir það. Bakpokinn reif í axlirnar og mér leið eins og allt gírið væri að rífa mig í tvennt.
Þegar við komum að aðfangastað lærum við að setja upp BSO sem er tjaldsvæði með það markmið að hermenn geti hvílt sig og unnið upp barráttukraft. Við lærum fljótt að búa til Bivakk sem er tjald búið til úr einu laki og maður sefur á skógarbotninum með undirlag.
Bakpokinn þarf alltaf að vera pakkaður. Ef ég næ mér í tannbursta þarf ég að pakka honum aftur í því tilviki að við þurfum að evac'a því óvinurinn mætir.
Ég læri að búa mér til mat. Ég gref holu í jörðina og bý til lítið bál svo að óvinurinn sjái ekki eldinn og elda svo dósamatinn minn á bálinu. Dagurinn gengur með að grafa holur til að leggjast í ef við lendum í átökum. Þegar það byrjar að dimma má ekki reykja, tala né kveikja nein ljós. Við þurfum að hvíslast á og setja yfir okkur jakka ef við ætlum að kveikja ljós. Við lærum að vakta svæðið. Við vöktum í pörum af tveimur ca. klukkutíma-tvo á nóttu. Fyrir utan það þurfum við líka að labba ''patrols'' sem eru leiðangrar til að finna óvininn og eyða/njósna um hann. Við förum inn á óvinasvæði og færum okkur óséðir inn á áfangastað. Við skrifum niður hvað óvinurinn er að gera..Minnir að þeir hafi staðið með puttan í rassgatinu. Seinna löbbum við aftur í BSO'ið.

Það er ráðist á okkur þessa nótt. Ég held að ég hafi fengið klukkutíma svefn.

Næstu dagar líða á sama veg getur maður sagt. Við lærum að þvo á okkur punginn og eitthvað svona.

Ég átti eftir að læra helling.

0 kommentarer: