Ég vakna við öskur frá liðþjálfunum kl. 5 að morgni til. Hurðin okkar er læst og þeir komast ekki inn.
Ég labba fram og tannbursta mig, lít í spegilinn og fæ þessa súrrealístísku tilfinningu.
Strákarnir byrja að vakna og byrjað var að þrífa. Á hverjum morgni eigum við að sópa og skúra gólfið, fara með klút yfir allar vatnsréttar flatir og taka ryk, þrífa klósettið, sópa gólfið inni á klóssetti, þrífa speglana, vaskana, sturtuna og svo okkar hluta af bygginguni sem skiptist í hverri viku. Verst er að fá ganginn. Hann er ca. 70 metra langur og maður þarf að sópa og skúra hann á hverjum morgni.
Sjálf byggingin er ferhyrningur, ca. 20 metra breiður og 70 metra langur. Í honum eru nokkur tug herbergi, þurrkunarstofa og pússstofa. Þurrkunarstofuna getur maður notað til þess að þurka blaut föt og pússstofuna notar maður til þess að pússa stígvélin aðalega.
Eftir nokkra daga fáum við byssurnar okkar. Ég fæ númerið 63. Byssan mín er Colt C7A1. Við fáum ekki optical sight fyrr en seinna. Fyrst lærum við á Iron Sight. Við lærum að taka hana í sundur fyrst. Þegar við erum komin með ágæt tök á því lærum við að gera það sem við köllum að ''líti yfir byssuna'' og ''Function Control''. Að líta yfir byssuna þýðir bara að við tökum ''rifleboltinn'' til baka og læsum honum, setjum safety á, lítum niður í chamberið og lítum svo niður í hlaupið. Að því loknu smellum við boltinum til baka, setjum á single og skjótum í jörðina. Function Control er þannig að við hlöðum byssuna tvisvar, setjum safety á, pössum að það virki, tökum safety af og skjótum í jörðina.
Ég læri fljótt muninn á því að sitja í kennslustofu í hernum og í skólanum. Allir eru klæddir eins hérna og ef einn fer úr jakkanum þurfa allir að gera það, eða þá fá allir hann til að fara aftur í jakkann. Ef þú lítur út fyrir að vera að sofna, þá færðu að standa restina af tímanum, sem geta orðið nokkrir klukkutímar ef það er verið að kenna eitthvað langt.
Ef við gleymum einhverju, t.d. lykli, þá fáum við risastóran járn lykil sem við eigum að bera með okkur hvert sem við förum. Það er ekki gaman að hlaupa með 20 kílóa lykil í íþróttum.
Einn daginn förum við út í skóg íklædd því sem við köllum ''skyttan'' sem er vesti með plötum í. Belti með drykkjudúnk, 5 magasínum, gas grímu og tilheyrandi CBRN (Chemical, Biological, Radioactive and Nuclear) hlutum, hníf, skóflu og hreinsisetti og allskonar hlutum í einni töskuni. Svo auðvitað riffilin og hjálminn. Allt í allt eru þetta kannski 20kg sem maður er með á sér.
Við fórum inn í skóginn og gengum í klukkutíma eða tvo og leystum einhver verkefni sem ég man ekki eftir. Ég man bara eftir gönguni. Hún var óþolandi erfið fannst mér.
Við stöðvuðum endanlega og áttum að gera okkur klár fyrir eitthvað sem þeir gátu ekki sagt okkur hvað var.
Ég spennti allt draslið mitt vel á mig, passaði að reimin á riflinum passaði á mig og ég var klár.
Við fórum inn í skóginn og þar áttum við að hlaupa eftir hvítum strimlum og leysa þrautir með samvinnu. Við vorum ca. 8 stykki.
Fyrst var það að draga einhvern drumb með okkur undir og yfir greinar og leggja hann yfir á til að komast yfir. Svo áttum við að fara yfir gám. Ég stökk upp á gáminn og hinir fylgdu. Einhver feitur kappi komst ekki upp þannig við vorum föst þar í smá stund. Ég var látinn hlaupa áfram einn til að kanna næstu þraut.
Ég hleyp og kem að á og Lautnantinn minn stendur og öskrar að ég eigi að skríða í þessari moldugu drullugu á. Ég geri eins og mér er sagt nema hvað að hann segir mér að fara alveg niður á magann. Jæja, ég geri það og kem að þröngum göngum, eiginlega svona klósett pípu ca 1 meter í þvermál og ca. 50 metra langt. Það er vatn í botninum og ég á að skríða í gegn. Ég hef aldrei lennt í aðstæðum þar sem ég hef fengið innilokunarkennd, en þarna fékk ég hana. Ég var bara einn þarna inni og það var níðamyrkur og ég gat varla hreyft mig. Ég hafði heyrt söguna um strákinn (RIP) sem var með svo svakalega innilokunarkennd og var látinn skríða í gegnum svona rör en á þessari æfingu henntu þeir reyksprengjum inn. Hann var of lengi að komast út því hann gat ekki hreyft sig úr hræðslu og kafnaði inni í rörinu.
Ég komst í gegnum rörið og hljóp áfram. Næsta þraut var traktorsdekk sem við áttum að ýta upp brekku. Það var örlítið vesen en svo vorum við búin. Við fengum versta tímann.
Við gengum inn, einhverja tæpa 2 kílómetra. Ég var orðinn þreyttur eftir tvo kílómetra. Ef bara ég vissi hvað ég þyrfti að gera seinna.
søndag den 7. februar 2010
Og áfram heldur það
Indsendt af ArmyBee kl. 20.36
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
0 kommentarer:
Send en kommentar