søndag den 7. februar 2010

Svona byrjaði þetta

Ég stend fyrir utan herstöð rétt fyrir utan Kaupmannahöfn.
Það er hlið fyrir framan mig og vörður á hægri hlið. Ég geng inn en vörðurinn stöðvar mig og spyr mig hvaða erindi ég eigi hérna. Ég svara honum að ég sé að mæta á ''session'' sem er byrjunarreiturinn í lífi hermanns. Ég sýni honum pappírana mína og hann sýnir mér hvert ég eigi að fara.

Fimmtugur sterkbyggður maður, liðþjálfi að tign að mig minnir, segir mér að bíða. Ég er fyrstur á staðnum. Mínúturnar líða og fólkið byrjar að streyma inn.

Okkur er gefin númer og við erum látin fara úr fötunum og læknir mælir, viktar og skoðar okkur. Ég er samþykktur sem ógallað eintak.
Eftir það förum við í greindarvísistölupróf og okkur er sýnt sérstök ''propaganda'' myndbönd.
Ég er tekin til hliðar þarsem ég er eini maður á staðnum sem er sjálfviljugur. Mér er gefið númerið 3800 af 3800 sem fóru í herinn það ár.

Ég byrja tveimur mánuðum seinna á herstöð í ''Skive''. Ég hef beðið eftir þessum degi mjög lengi og vakna snemma og geri mig klárann.

Ég geng niður götuna úr íbúðinni sem ég hef leigt mér og niður á lestarstöð.
Þar bíða heill hellingur af stórum hertrukkum sem halda 27 manns hver. Mér er vísað inn í einn trukkana og þar spjalla ég aðeins við hina. Við vorum allir grænari en horið í nefinu á okkur, en samt töldum við okkur svo klára.

Þegar við stöðvum í herstöðinni er einn strákurinn skammaður fyrir eitthvað sem reyndist að vera að stíga á grasið. Það er harðbannað að stíga á grasið á herstöðinni.

Okkur er kennt að standa og ganga rétt. Við fáum lykla að herberginu okkar og fáum búningana okkar afhennta seinna þegar það er búið að afgreiða aðrar deildir.

Lítið gerist þennan dag annað en okkur er kennt aga, reglur og virðingu.

Á enda dagsins hitti ég herbergisfélaga mína; lítinn gutta sem við köllum Brúa, stórann massaköggul með smá extra á sér sem við köllum Höggna og svo þybbinn víetnama sem hét Le.

Ég næ að velja neðri kojuna. Ég vel hana af því það er rafmagnstengi þar. Ég vissi að það yrði að góðum notum seinna og það reyndist satt.

Ég leggst í rúmið dauðþreyttur eftir 15 tíma vinnudag fyrsta daginn. Ég kíki upp í loftið á kojuni. Það er teiknuð nakin kona með mikið hár á píkuna og texti með ör sem bendir á hana. Í textanum stendur: ''Mamma þín''.

0 kommentarer: