onsdag den 5. maj 2010

Útskrifaræfing

Þetta skeður í nútímanum, en ekki í söguþræði bloggsins. Ég útskrifaðist á mánudaginn og þá hófst lítil æfing sem égætla að segja frá.

Byrjaði á því að keyra í APC's (Armed Personal Carriers) til áfangastað þarsem óvinurinn á að vera að taka yfir. Mitt lið átti að sprengja brú og þegar við vorum búin að setja sprengiefnin og allt á, þá bilaði APC'inn og við vorum strönduð á staðnum. Við gátum ekki sprengt þarsem við þurftum að fá orders gegnum radio til þess að gera það og öll radíoin okkar voru annaðhvort out of range eða virkuðu ekki. (Ekki simulated, þetta gerðist). Þar sem við vorum strönduð þurftum við að bíða. Það var kósí, við spjölluðum og héldum vakt á brúnni allan sólahringinn, einn maður að passa að enginn fari inn á svæðið, skipt um vakt á hálftíma fresti.

Engin hjálp barst og við vorum orðin front-vehicle. Semsagt við vorum nálægast óvininum af öllum. Við fundum skemmu í bænum sem við vorum í og sváfum þar, rétt hjá APC'inum og man'uðum 50cal'inn allann sólahringinn líka.

Mér var skítkallt sitjandi á vakt þessa nótt og þar sem við vorum svo fá, þurftum við að taka 2x 2 tíma vakt yfir nóttina hver og fengum bara 2 tíma svefn þessa nótt. En svona er það stundum.

Næsta dag gátu MMEK, bifvélavirkjar hersins, komið og lagað dósina. Við sprengdum og héldum áfram að næsta objective. Við þurftum að rífa niður brú sem önnur deild hafði byggt meðan óvinurinn var 500m norðan fyrir okkur í bardaga með infantary unit sem var staðsett þar. Við gátum rifið niður brúnna á nokkrum klukkutímum, en það er erfið vinna, þar sem hver partur af brúnni er 180 til 380kg. Í einu skrefi þarf að lyfta 2x 180kg, 1x 380kg + ca 100kg parti. Sem eru fleiri hundruð kíló og meira en nóg fyrir svona lítinn hóp.

Þegar við vorum búin með það, byrjaði að skít rigna og við urðum öll rennblaut. Haglél, snjór og stormur, allt á sama tíma fylgdi því veðri en maður þarf bara að éta sig á meðan því stendur.

Næsta objective var að sprengja veg og setja út minefields kringum veginn, svo ekki sé hægt að fara utan um holurnar sem við sprengjum í veginn án þess að keyra á mínu. Ég þurfti að hlaupa fram og aftur endalaust og varð ekkert lítið þreyttur berandi þessar mínur.

Við gátum sofið með deildinni í þetta skiptið og vorum bara með 1x 2 tíma vakt þessa nótt.

Næsta morgun ráðumst við á bæ þar sem óvinurinn hefur tekið yfir (simulated town, hús byggð fyrir æfingar). Sjantinn minn misskildi eitthvað hvað við áttum að taka með og sagði mér að taka allt úr bakpokanum mínum í og setja 20kg sprengiefni, sleggju, risa töng (boltsaks), kúbein og margt fleira sem vegur hátt. Taskan var ca. 60kg á endanum. Ég smellti henni á bakið (rólegur, ég laggðist niður og fikraði mig í hana og rétt hypjaði mig á fætur, enda 170kg þungur með restina af gearinu) og settist inn. Við byrjuðum að hlaupa ca. 500m inn í skóginn og réðumst þaðan inn í bæinn. Ég þurfti að hlaupa eins og vitleysingur og þegar við komum að húsi, þurfti ég að klifra inn um gluggann. Það er ekki létt þegar maður er 170kg þungur, en það hafðist.

Ég gat varla slegist við óvininn, þarsem að lyfta upp höndunum til að skjóta var eins og að taka poka fullan af sandi og rífa upp í hvert skipti.

Þegar við höfðum tekið yfir bæinn fór ég og kíkti á töskurnar hjá hinum sem voru með sama role. Töskurnar þeirra voru ca. 10kg... Takk herra Sgt!

Versta er að við notuðum ekkert af þessu drasli.

Eftir þetta var hrópað Index og með því orði var æfingin búin. Þá var bara að þrífa allt upp, allar mínur og drasl, safna saman og setja á trukk. Ég var, eins og alltaf, jafn ánægður þegar ég kom heim og fór í bað.

Nú ætla ég að fara sofa. Á morgun bíður mín dagur þar sem ég þarf að þrífa allt draslið sem við notuðum með deildinni. Ekkert betra en að pússa landmínur.

torsdag den 8. april 2010

Control Exercise

Nú var komið að síðustu æfingu í Basic Training. Vika úti í skógi með eins lítinn mat og svefn sem mögulega.

Við vöknum við öskur kl. 4 um nóttina, ALARM. Við eigum að drulla okkur út og helst í gær.

Af því að ég þekkti veterans vissi ég af þessu og var búinn að læsa hurðini.
Ég hafði sofið fullklæddur til þess að spara tíma og sprett á fætur.
Ég ríf súkkulaðið sem ég hafði geimt undir púðanum og sting því upp í mig öllu í einu.
Ég ríf frag vestið mitt og set það á mig, basic eq kringum vestið og hendi bakpokanum á mig.

Meðan hinir á herberginu, sem hlustuðu ekki á mig þegar ég sagði þeim að sofa fullklæddir, eru enþá að klæða sig, stekk ég út í röð.

Ég bíð þar þangað til að restin er komin út.

Við förum út í risastóra bílskúrinn okkar og þar erum við látin skríða öfugt í bakpoka, einungis klædd nærbuxum. Þeir fara í gegnum ALLA hlutina okkur, alla vasa, allt. Rífa allt úr töskuni og allt í sundur.



Ég var eiginlega að hálf kafna inni í þessum svefnpoka, þannig ég reyndi að lofta út með löppunum, en var strax bannað það.

Þeir sem að voru með EITTHVAÐ annað en á listanum yfir það sem við máttum hafa með, hvort sem það voru gamlar umbúðir af nammi í vösunum, eða sígarettupakki, þá fékk maður 10kg landmínu til þess að bera alla vikuna.

Ég var ekki með neitt sem ég mátti ekki hafa með, enda búinn að fara fram og aftur gegnum alla vasa.

Nokkrir einstaklingar fengu landmínur.

Dagurinn byrjar á ca. 15km march kringum terrainið, gerandi verkefni á leiðinni. Það tók ca. 8 klukkutíma og við fáum að fylla vatn einu sinni.

Við erum seinna keyrð út í annað terrain og þá er komið kvöld.

Við setjum upp base með bivakks (Tjald-þak sem við setjum yfir okkur) og close encounter defenses.
Þegar við erum búin að því, fáum við einn hráann fisk á mann og kartöflur. Við búum til nokkurskonar ofn í jörðini með kolum og hópurinn minn var heppinn að hafa mig, þar sem ég var sá eini sem kunni að matreiða fiskinn (enda eini Íslendingurinn). Ég skar hann, setti hann í álpappír og pakkaði honum saman með kartöflunum. Þetta varð að ljúffengri máltíð með ekki of mikið af beinum.
Eftir matinn hugsa ég einu skrefi fram og tek restina af kartöflunum og set þær allar í einn stórann álpappírsböggul sem ég læt grillast yfir nóttina.
Við erum látin ganga alla nóttina og fáum eiginlega engan svefn.
Nokkrir gefast upp þessa nótt. Ekki af því þau voru búin, heldur gátu þau ekki ímyndað sér tæpa viku í viðbót af þessu, sem er þar sem flestir klikka.

Um morguninn tek ég kartöflurnar upp og set þær í vasann.
Hópurinn minn getur borðað þær yfir daginn, sem gengur með urban warfare og göngutúrum. Alltaf göngutúrum út um allt.
Við gerum lítið annað en að labba allann liðlangann daginn.
Við fáum engann svefn þessa nótt heldur og gefast ennþá fleiri upp.

Um miðvikudaginn var komið að því að setja upp gaddavír í marga klukkutíma. Við vorum óheppin með veðrið, vægast sagt, þar sem rigningin náði 30mm. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru það risastórir dropar sem að hagla niður á mann á fullum krafti. Þessu veðri var spáð allann daginn.
Við byrjum að setja upp gaddavírinn, sem er erfið vinna. Maður þarf að berja niður risastóra nagla með handafli og bera stál mörg hundruð metra í senn.


Það er hægt að brosa fyrir myndavélini, sama hvað.

Út af veðrinu, held ég að ca. 70% af fólkinu hafi gefist upp þann dag. Áður en þú veist af því er fólk sem þú hefur unnið með gegnum 4 mánuði bara farið og þú sérð það ekki aftur.

Eftir gaddavírinn gröfum við hlaupagöng til þess að verjast árás. Öll æfingin er eitt stórt mission og við vinnum eftir því. Árásin kemur norðanfrá þannig við byggjum göngin með vörn í þá átt.

Eftir þá klukkutíma sem það tekur, stöndum við í ''holunum'' eins og við köllum þær.

Skriðdrekar byrja að nálgast norðanfrá. Ég sem þjálfaður sérfræðingur á rocket launcher fæ skipun að gera hann klárann.
Mér er skipað að skjóta og ég skýt með lausu krútti og hjálparmaður minn hleður hana.
Skriðdrekinn er úr leik, en nú reportar recon liðið tugi landgönguliða nálgast. Ég dreg C7'inn minn fram og fæ skipun að skjóta. Ég skýt og skýt þangað til að ég heyri öskur. Náunginn við hliðiná mér hafði ekki spennt hjálminn sinn og einn yfirmannana sá það. Hann öskrar af öllum hálsi: ''HELDURÐU AÐ ÞETTA SÉ FOKKING GONG HÓ?! ÞÚ SPENNIR FOKKING HJÁLMINN ÞINN Í MÍNU REGIMENTI ÞARNA HELVÍTIS FÆÐINGARHÁLFVITINN ÞINN'' ég sný mér aftur að landgönguliðunum sem að nálgast fljótt. Ég skýt og skýt, hleð og skýt svo meira.
Við náum að verjast árásinni með glans.

Nú er komið kvöld og fleiri göngutúrar. Oftast recon missions þar sem við löbbum marga kílómetra til þess að sjá hvað er að gerast þar sem er búið að reporta activity.
Í eitt skipti erum við compromised og þurfum að hlaupa. Ég sé ekki neitt fyrir framan mig, enda nótt í skógi, og hleyp allt sem fætur toga eftir skugganum sem ég tel foringjann. Allt í einu finn ég fyrir yfirþyrmandi sársauka í auganu og dett niður með öskri. Ég whimpa úr sársauka þar sem ég ligg og reyni að koma ekki upp um okkur og bið um hjálp. Ég hafði hlaupið á grein sem hafði stungist inn í augað á mér.
Við höfum ekki tíma né aðstöðu til þess að veita almennilega skyndihjálp, þannig eftir að það versta af sársaukanum líður yfir, stend ég á lappir og hleyp aftur. Hermenn verða ekki veikir. Þeir verða bláir og drepast. Eitt af slógönunum okkar.

Þessa nótt sef ég eiginlega ekki neitt heldur.

Það rís nýr dagur og við erum bara 7 eftir í minni deild. Allir úr hópnum mínum hafa gefist upp og ég þarf að bera allt draslið. 2 rocket launchers, 2 landmínur og 10kg first aid tösku.

Sem betur fer þarf ég ekki að gera það lengi þar sem okkur er slegið saman með nýrri deild og ég fer í nýjann hóp, enda orðið einmannalegt, bara ég og liðþjálfinn.

Margt og mikið gerist, við förum á langann göngutúr, 15km að ég tel án pásu og æfum skotfimi. Ég skora 100% í báðum prófum.

Dagarnir renna út í eitt í minningu minni, þannig ég ætla að stökkva að seinasta dag.

Með ca. klukkutíma svefn á nóttu og eina máltíð á dag höldum við áfram á seinasta degi. Við höldum missioninu áfram og reynum að hafa uppi hryðjuverkahópa sem fela sig í nágrenninu. Við clearum eitt hús og finnum þar tösku sem við tökum með.

Þegar að kvöldi kemur förum við á langan göngutúr aftur með pakpokana. Þessa nótt skipuleggjum við Ambush á vehicle colone. S.s. röð af logistic trukkum og hugsanlega jeppum.
Við leggjumst og bíðum. Þegar við sjáum ljósin fæ ég skipun að gera rocket launcherinn klárann.
Ég geri það og fæ skipun að skjóta. ''HIT''. Heyrist og við dritum á bílana með C7's. Við hlaupum niður, opnum allar hurðir, skjótum allt inni í bílunum og rænum því sem að við getum notað. Ég skríð undir einn trukkinn og legg x kíló af C4 á x stað.
Við sprengjum bílana (þó ekki alvöru) og hlaupum í burtu með það sem við höfðum úr bílunum.

Við höldum gönguni áfram þangað til að okkur er sagt að stöðva og gera klárt fyrir water passage. Ég hata water passage í frosti. Við tökum tjaldþakið og vefjum töskunni inn í hana, með vestinu, poka með búningnum og stígvélunum og setjum Basic Eq og riffilinn ofaná. Sjálf íklæðumst við einungis regnfötum utaná berann kroppinn og skó.

Við drögum þetta allt að stóru vatni og eru ca. 100 metrar yfir. Við sjáum lítið ljós hinum meginn og eigum að fara eftir því. Það er níðamyrkur og maður sér ekki hendina fyrir framan sig liggur við.

Einn liðsfélagi minn er að deyja úr hræðslu. Sá hafði ekki prófað þetta áður af því hann hafði verið veikur á degi sem við æfðum þetta og var alveg að drepast. Ég laug honum að þetta væri ekkert svo slæmt og þetta tæki enga stund. Sjálfur var ég að drepast úr kvíða. Þetta var rosalega langt að synda með 60kg þar sem maður sér ekki neitt. Við höfðum bara farið yfir ca. 5 metra áður fyrr og það í dagsljósi.

Þegar ég fer í vatnið dríf ég mig yfir og sprikla eins og ég get til að frosna ekki. Ef þú færð höfuðið undir svona kallt vatn, þá slekkur heilinn á næstum allri starfssemi til þess að halda sér gangandi, út af því að hann þarfnast svo mikils hita. Ég prófaði það þegar við æfðum þetta og kom upp úr vatninu og ætlaði að segja: ''Ég bara get þetta ekki almennilega'' en það endaði sem: ''Ééeeeeee..ge..ge...guuu..allll....mmm?'' og horft var bara á mig og hlegið.

Ég kemst yfir og liðsfélaginn líka. Ég tek mitt drasl upp á axlir og byrja að færa mig að ljósinu, ca. 50 metra í burtu. Sprengjurnar byrja að dynja örfáum metrum frá mér og ég sé ekki neitt. Það eru vatnsholur út um allt sem ég stíg í, og með 60kg á bakinu er það eins og að taka hnébeygju með það. Ég verð örmagna og hníg niður. Ég öskra mitt sígilda víkingaöskur og ríf mig á fætur aftur (hehe). Ég þarf að komast að þessu ljósi. Ég sé ekkert nema ljósið. Ég heyri ekki sprengjurnar, þær eru ekki til. Ég sé ekki neitt nema þetta ljós.
Þegar ég loksins kemst upp að því, leggst ég niður örmagna. Ég er nr. 2 sem næ þangað. Ég svitna svo mikið að mér er ekki einu sinni kallt.
Þegar allir eru komnir þurfum við að færa okkur hundrað metra í viðbót, en á vegi.
Okkur er skipað að leggja draslið á grasið og gera hring kringum foringjann og enginn er það klár að taka byssuna sína með.

Við erum umkringd af jeppum. Grímuklæddir menn stökkva út og handjárna okkur. Við liggjum öll, face down, í sandinum, handjárnuð aftan fyrir bak.
Strákurinn hliðiná mér byrjar að öskra fúkyrðum að þeim og þeir taka hjálminn af honum. Hjálmurinn er eina ástæðan fyrir því að við liggjum ekki með allt andlitið grafið í sandi.

Við liggjum svona í, ef ég ætti að giska, klukkutíma. En sennilega var það ekki mikið lengur en 20 mínútur. Ég var að drepast úr kulda og var byrjaður að skjálfa og snökkta úr kulda.
Ég sé að sumum er hennt inn í bíla og þau keyrð í burtu.

Mér var hennt inn í bíl á endanum og sat með einum vini mínum. Við reyndum að halda hvorum öðrum á lífi, þar sem við duttum inn og út úr meðvitund af kulda, þreytu og hungri blandað í eitt, í blautum fötum, engin ull, bara regnföt utanum berann líkamann, í frostinu.

Við fengum að skipta um föt ca. klukkutíma seinna og með þeirri skipun var æfingin búin. Ég hafði klárað basic training og gat kallað mig hermann. Ég var ekki atvinnuhermaður enn, en ég var enginn padda heldur.

lørdag den 27. marts 2010

Sprengjur

Ég fer að læra á sprengiefni. Ég læri formúlur fyrir því hvernig ég set C4 sprengiefni saman og ótal leiðir til þess að sprengja það. Ég læri hvernig ég set það á hurðir, veggi, stólpa og allskonar. Formúlurnar eru í flóknari endanum og mjög erfitt að muna þær í höfðuni, en eins og liðþjálfinn sagði: ''Ef skíturinn fer í viftuna, þá smellum við bara nóg af sprengiefni á vegginn og ýtum á takkann''.

Þegar við höfum æft og lært um sprengiefni í nokkrar vikur fáum við að sprengja live.

Það var ekkert smá spennandi og það lekur nú heldur betur kaldur sviti niður bakið á manni þegar maður setur detonator inn í sprengju. Ef ég set hann of harkalega getur þetta sprungið í andlitið á mér.. Eða hvað ef hann er gallaður? Svona hugsanir þjóta í gegnum hausinn á mér.

En það jafnast ekkert á við handsprengjur. Allt í einu einn daginn förum við út og við erum látin vita að við séum að fara kasta handsprengjum. Ég er valinn öryggismaður fyrir liðið og passa að fólk sé ekki upp við vegginn sem við stöndum bak við þegar hinir kasta, því höggbylgjan getur verið mjög harkaleg, sérstaklega ef einhver kastar ekki nógu langt. Þegar það er komið að mér er ég alveg að deyja úr stressi. Handsprengjurnar sem við notum eru ekkert eins og í kvikmyndum og tölvuleikjum þar sem þú ''cookar'' þær til þess að þær springi nógu hratt, því annars tekur alveg 10 sekúndur fyrir þær að springa.. Nei, þessar handsprengjur segja rassgat eftir 3 sekúndur. Einn. Tveir. BOOM. Ef ég missi hana hef ég ekki tíma til að hlaupa.. Ef hún flækist í ermini verð ég á fimm stöðum í einu.

Ég fæ sjálfa sprengjuna og detonator í hendina. Ég stend og horfi á þá 20 metra sem ég á að kasta. Ég set hana saman..Sný hringnum og er alveg að drepast úr stressi þarsem ég held á live handsprengju og ef ég sleppi takinu, þá springur hún. Svona þarf ég að halda á henni í fleiri sekúndur þangað til að hann segir að ég megi kasta. Þegar ég fæ að kasta henni flýgur hún þá 20 metra sem hún á að fara, alveg eins og í sögu.. Ég gleymi næstum því að hlaupa bak við vegginn en á síðustu sekúndu áður en hann myndi ýta mér inn, hendi ég mér inn og svo heyrist ''RASSGAT''. Hljóðið í handsprengju er MIKLU öflugara en maður ímyndar sér. Það er virkilega dúndur í því.

Seinna segir hann okkur frá því að skelin sé búin þannig til, að ef þú færð fragment í þig, þá sýkist sárið undir eins. Skemmtilegt að vita.

fredag den 26. februar 2010

Áfram gakk

Það er komið að fríi. Ég fer til Íslands í fríinu og slaka á.

Viku seinna byrjar ballið aftur.
Ég tek eftir því að fólk er að falla frá eins og flugur. Enda 50% fall venjulegt í Danska hernum í grunnþjálfun.
Margir detta frá út af einelti. Þeir segja að þeir séu rosalega á móti einelti, en snúa hini kinnini við ef eitthvað kemur upp. Man eftir atviki þar sem tveir strákar byrja að slást og liðþjálfinn horfir bara á og hlær meðan þeir láu í pollinum að lemja hvern annan og allur hópurinn að hvetja þá áfram.

Ein stelpan er alveg hræðileg. Hún nennir aldrei neinu og er alltaf að gleyma einhverju og lennti hún í slæmu einelti. Við þurftum oft að leita af drasli sem hún týndi eða liggja í armbeygjustellingu mínútunum saman af því hún (og oft aðrir líka) gleymdi einhverju.
Hún gefst upp mjög fljótt.

Aðrir eins og t.d. strákur sem er mjög þungur og illa á sig kominn af fitu og óheilbrigðum lífstíl heldur áfram sama hvað. Hann reynir og reynir þangað til að hann bókstaflega getur ekki meira. Þeir sem eru í lélegu formi en með viljastyrk æla oft. Hógarður eða hvað ég kallaði hann í blogginu, sem ég bý með, ælir rosalega oft. Skondið að sjá það þegar hann hleypur. Allt í einu gýs ælan út úr honum og allir færa sig meðan hann hleypur áfram ælandi.

Ég er ánægður að ég var í góðu formi þegar ég sótti inn.

onsdag den 24. februar 2010

Field Trip

Jæja. Það er allt að ske.

Það er komið að öðrum leiðangri, núna út í svæði svona 50 kílómetrum frá stöðinni.

Við stökkvum upp á bílanna sem eru sömu þröngu 27 manna trukkarnir sem við komum í á fyrsta daginn. Eftir hálftíma erum við komin og við stökkvum út og secure'um 360 gráður kringum trukkinn meðan hinir hoppa út. Við tökum bakpokana og göngum nokkra kílómetra inn í skóginn og búum til bækistöð þar. Dagurinn gengur mest með að grafa varnarholur og varnarbás alpha, bravo og charlie.

Þegar orðið er dimmt fara þeir sem ''hafa apann'' í básanna. Við notum að ''hafa apann'' sem setningu fyrir að vera í skítnum.

Þeir passa að við hin getum sofið vært og enginn ráðist á okkur. Um nóttina göngum við patrols. Ég fer í græjurnar eftir klukkutíma svefn og tek byssuna á bakið.

Okkur er gefið objectives og svo förum við annars bara af stað með kort og áttavita og finnum þessi objectives sem eru merkt á kortinu.

Ég og liðsfélaginn minn villumst en finnum aðra tvo og spurjum hvernig þeim gangi. Þeir eru líka villtir enda eldgömul kort sem við fengum. Við göngum saman og reynum að finna rétta átt. Þeir eru hræðilegir að lesa kort og það endar með því að ég slít mig frá þeim og tek minn liðsfélaga með og við finnum rétta átt.
Seinna finnum við þá aftur og þeir eru aftur villtir. Ég tek þá með mér en þarsem við höfðum villst svo lengi vorum við ekki með mikinn tíma til að leysa verkefnið. Ég sé að á kortinu er á sem rennur yfir mörg hundruð metra og það myndi spara svakalegann tíma að fara yfir hana.
Ég labba að ánni og lít á ánna. Það eru ca. 5 metrar næstum lóðrétt niður og áin er ca. 5 metra breið og svo 5 metrar upp aftur. Ég læt mig síga niður með hjálp frá vini mínum og lendi í vatninu. Það nær mér upp að hnjám.
Ég gef merki um að það sé allt í lagi að vaða yfir en enginn af þeim 3 sem voru uppi vildu verða blautir og sögðu að ég ætti bara að sjá hversu djúpt það væri. Ég varð öskureiður, enda ætlaði ég ekkert að hafa gert mig rennblautann fyrir ekkert og sagði þeim að henda í mig græjunum og sleit mig frá þeim og héllt áfram einn.

Nokkrir kílómetrar voru að næsta objective sem var merktur sem bóndagarður.
Það var dimmt og ég sé næstum ekki neitt en ég sá bóndagarðinn. Ég byrjaði að leita að stimplinum til þess að stimpla kortið mitt svo það sæist að ég hefði náð objectivinu en ég fann hann ekki strax. Ég sá eitthvað inni í skóginum við hliðina á bóndagarðinum og var viss um að það væri stimpillinn hangandi þar á grein.
Það var rafmagnsgirðing á milli mín og skógarinns og það var hellidemba og ég rennblautur, þannig ég gróf mig undir. Ég stimplaði kortið og heyrði svo í einhverjum fyrir aftan mig. Það var náttúrulega kolsvart og ég sá ekki neitt og ég var einn á bóndagarði. Það var önnur rafmagnsgirðing fyrir framan mig og þegar ég snéri mér við til að sjá hvað þetta væri brá mér ekkert smá. Þetta var risastór skepna, ekki 3 metrum frá mér sem starði á mig. Ég óvanur búskap giskaði að þetta væri naut og stökk yfir girðinguna, en riffillinn minn festist í girðinguni og flæktist og ég héllt áfram að fá straum meðan ég reyndi að flækja þetta í sundur og komast frá nautinu, sem tókst á endanum. Ég slökkti rauða ljósið sem ég notaði til að sjá hvað þetta væri og laggðist niður. Ég heyrði raddir og sá tvo liðsfélaga mína vera nálægt. Ég sagði þeim að passa sig á nautinu en þeir hlógu að mér og sögðu að þetta væri hestur. Mér leið svolítið kjánalega.

Við gengum saman og stígvélin mín voru rennblaut og ég allur hálf blautur líka út af rigninguni.
Við komum að annari á sem allir gengu framhjá sem tók lengri tíma, en ég hugsaði að það skipti engu því ég væri kort eð er hálf blautur, að vaða yfir. Liðsfélagar mínir þorðu því ekki því þeir vildu ekki verða blautir. Við eyddum of miklum tíma í að ræða það, þannig ég tók þá á hestbak og gekk með þá yfir. Þegar ég var kominn yfir hálfa ánna festist ég í mold út af þunganum og byrjaði að sökkva. Ég ákvað að ég gæti gert tvennt. Ég gæti hennt þeim af mér og þeir yrðu blautir, eða, ég gæti laggst niður og látið þá bókstaflega ganga yfir mig yfir á fast land. Ég valdi númer tvö og varð rennandi blautur allstaðar.

Við gengum áfram og mér var skítkallt. Nokkrir klukkutímar gengu og ég var orðinn heitur en þreyttur. Ég var miklu þyngri en vanalega og mér leið eins og ég gengi með múrsteina á löppunum, stigvélin voru svo þung.
Þegar við loksins komu að bækistöðvum og ég var búinn að report in, laggðist ég í tjaldið, fór úr öllum rennblautu fötunum og fór í hlý löng nærföt úr ulli. Ég laggðist svo í svefnpokann. Mér hefur aldrei liðið jafn vel.

Ég vakna við öskur frá liðþjálfanum um að við höfum 30 mínútur til að klæða okkur. Ég var alveg búinn að gleyma skítnum sem ég stæði í, þar sem ég lá í þessum svefnpoka í minni eigin hlýju sælu. Ég horfi á fötin mín sem eru ennþá jafn rennandi blaut, en bara ísköld líka frá frostinu. Mig langar mest að grenja. Ég þarf að fara aftur í fötin og ekki nóg með það heldur líka rennandi blautu stígvélin mín. Ég beit á kjálkann og klæddi mig í og vandist hrollinum sem fór í gegnum líkamann á hverri sekúndu. Ég uppgötvaði að mér myndi líða svona næstu tvo daganna.
Dagurinn gekk og mér leið hræðilega. Aldrei hafði mér áður langað jafn mikið að hringja með bjölluni.

Dagur tvö gekk líka hræðilega. Ég man svo sáralítið frá þessum dögum að ég get ekki skrifað almennilega um þá. Ég man bara að við fórum í gegnum obsticle course þarsem ég datt í annan læk og fraus aftur. Tveir-þrír aðrir duttu líka í og voru vælandi, en þeir þurftu bara að frjósa í nokkra klukkutíma, þarsem þetta var síðasti dagurinn. Í endann var ég orðinn svo kaldur að ég var hættur að hristast, ég var byrjaður að fá minnis skort og ég ráfaði bara um eins og uppvakningur, takandi byssur sem ég átti ekki, hlaðandi byssuna mína án þess að vera með neina ástæðu etc.
Liðþjálfinn minn gat ekki horft upp á þetta lengur og þótt þeir mega ekki gefa neina ölmustu svo lengi sem hermaður fúnkerar, þá senti hann mig heim einum bíl á undan hinum þarsem ég var í of annarlegu ástandi.

Ég gleymdi aldrei aftur að taka auka búning og auka stígvél með. En svona lærir maður.

fredag den 12. februar 2010

DumDumDumDum

Allt gengur sæmilega. Ég er svolítið gleyminn en það er bara eitthvað sem ég þarf að laga. Ég vakna, bursta í mér tennurnar, raka mig og byrja að þrífa.
Það þarf að þvo listana, sópa og skúra gólfið, þvo vaskana, klósettið, sturtuna, fara út með ruslið, þrífa speglana, bak við ofninn og fleira eins og á hverjum degi.

Þegar við erum búnir fáum við okkur morgunmat. Við chowum (borðum) á okkar borði eins og venjulega. Borðin eru ómerkt, en samt merkt, eftir tign. Liðþjálfarnir eru hæstir í fæðukeðju matsalsins þarsem officers eru of hátt settir til að borða í matsalnum yfir höfuð. Það eru tvö sjónvörp í matsalnum sem er mjög stór. Hvert sjónvarp er ca. 30 tomma og hengur á veggnum í sitt hvorum endanum. Liðþjálfarnir eru með borðin sem eru nálægast sjónvörpunum. 1st armored company er með borðin fyrir aftan þá í norður hluta byggingarinnar og Const. company í suður hlutanum.
Við erum einhverstaðar í miðjuni, of langt frá báðum sjónvörpum til að geta horft á hvorugt.

Þegar ég er búinn að chowa fer ég aftur í company byggingu okkar og leggst í rúmið. 20 mínútur þangað til að ballið byrjar. Mér finnst stundum gott að liggja og hugsa rétt áður en dagurinn byrjar.
Svo kemur daglega öskrið: ''KLÁR Á HERBERGJUM''.
Við stöndum upp og stillum okkur í ease stöðu og liðþjálfinn kemur inn. Ég sem formaður herbergisins rétti mig upp og öskra: ''ATHYGLI! STOFAN, RÉTT. Góðann morgun Herra liðþjálfi, stofa 116 er klár með 4 menn.'' Og fæ svarið um að við getum farið at ease aftur.
Hann gengur um herbergið, rífur rúmið út og allt dettur út um allt, fer niður á hné og strýkur hendini yfir gólfið, sem er ekki nógu vel þrifið. Það er aldrei neitt nógu vel þrifið. Hann fer með puttann yfir listana og þurkar skítnum sem hann finnur framaní mig fyrir að vera lélegur formaður. Aldrei nógu vel gert. Ég tók þessa lista persónulega og það var ekkert að þeim. Þessi skítur á puttanum á honum hefur komið af gólfinu sennilega. Ég segi auðvitað ekki neitt en þegar hann horfir ekki strýk ég sjálfur puttanum yfir annan stað á listanum til að vera viss.. Enginn skítur.

Dagurinn byrjar. Við göngum í takt og förum í íþróttir. Við spilum einhvern frisbí leik sem heitir Ultimate. Við unnum alla sem við spiluðum á móti en svo gerðist lítið óhapp. Diskurinn lennti á jörðini og ég hleyp af öllu afli til að ná honum og sé ekki liðsfélaga minn sem hleypur hinum meginn við diskinn til að ná honum líka. Við skellum hausunum saman og blóðið byrjar að fossa út um nefið á honum og ég er alblóðugur á enninu. Hann dettur niður og við leggjum hann á bakið og búum um nefið á honum með skyndihjálp. Hann fer á spítala og fær að vita að hann sé nefbrotinn. Hann er enþá með flott ör þann dag í dag.

Við töpuðum leiknum.

torsdag den 11. februar 2010

Eye of the tiger!

Ég er enþá grænari en gröftur þó ég kunni nokkur trikk.
Ég kann að taka riffillinn minn gjörsamlega í sundur, hreinsa hann og skjóta með honum. Ég kann að hreyfa mig í náttúruni, lifa af og fela mig. Ég kann að bjarga lífum og fæ einnig not af því.

Dag einn er ég á leiðini að gera kapteininum mínum greiða með öðrum vin mínum. Við erum einkennisklæddir í gömlum bíl.
Allt í einu sjáum við árekstur. Bíllinn sem lendir í árekstrinum flýgur á ljósastaur á yfir 100km hraða og veltur nokkrum sinnum. Við snarbremsum og hlaupum út. Vinur minn passar að traffíkin klessi ekki á bílinn og ég hleyp að konuni. Ég passa að einhver hringir 112 og kíki á konuna sem er í bílnum. Bíllinn er á hvolfi og hún situr í beltinu og biður um að fá að komast út. Ég tek ekki eftir neinum stórum blæðingum né áverkum á hnakka og hún virðist í góðu haldi. Ég ákveð að það sé best að láta hana hanga þangað til að þeir koma með sögina, þarsem ég gæti gert hlutina illt verri ef ég hreyfi við henni. Karlmaður á fimmtugsaldri sest niður og talar við hana á meðan ég fer að róa almenning. Ein kona er í sjokki og öskrar að ég eigi að draga hana út. Ég útskýri fyrir henni af hverju ég geri það ekki. Ég fæ vitni röðuð upp fyrir lögreglu og fer svo að hjálpa vini mínum að breyta umferðini. Þeir saga hana út og hún lifir auðvitað af án stærri áverka.

Ég held eftir þetta atvik áfram að objectivinu. Ég þarf að standa vörð í samkvæmi sem herinn er að halda. Allt gengur vel og ég hitti allskonar háa herra og fæ skotglös og snaps flösku með logói hersins á í verðlaun.

Ég byrja að læra skemmtilegri hluti eins og urban warfare. Við förum á aðra æfingu og lærum að berjast í bæum. Við æfum það með FX systemi sem er eins og paintball bara með byssunum okkar og í stað gas notum við alvöru byssupúður í hulstrinu en litbolta sem kúlu. Þannig maður getur ímyndað sér hvað þetta hittir fast. Við fáum grímur á, en ekkert annað. Okkur er skipað að vera í þunnum fötum. Við erum sett, hópurinn, 8 manns, inn í hús og eigum að vinna eins og við lærðum.

Ég fikra mig áfram í húsinu og sé minna og minna út af svita. Eftir smá stund sé ég næstum því ekki neitt. Við förum inn í herbergi og óvinur kemur fram bak við ísskáp, við skjótum hann fljótt niður. Næsta herbergi. Ekkert. Við fikrum okkur upp stiga og ég á að fara fyrstur inn í næsta herbergi. Ég fer vitlaust inn og er skotinn. Þarna geri ég mér grein fyrir því hversu léttilega hægt er að drepa mig ef ég geri mistök.

Ég er örugglega að gleyma helling af skemmtilegum reynslum, en ég skrifa þær bara bara í öðrum færslum, vonandi eyðileggur það ekki tímalínuna of mikið.

mandag den 8. februar 2010

Enþá grænn

Að labba í nokkra klukkutíma með tugi kíló á bakinu er erfitt, þannig að íþróttir eru hluti af daglegu lífi hermanna. Við hlaupum nokkra kílómetra á hlaupadögum og annars þjálfun við cross-fit á öðrum dögum. Cross-fit gengur eiginlega út á að þreyta vöðvana gjörsamlega þangað til að þú ert örmagna og svo þreyta þá aðeins meira. Týpískur hringur er að gera armbeygjur í 2 mínútur, upphífingar í 2 mínútur, lounges í tvær og spretta í tvær. Svo tveggja mínútna pása og endurtaka.

Við byrjum einnig að læra skyndihjálp. Ég fylgist vel með, enda finnst mér þetta rosalega spennandi. Ég læri hvernig ég bý til um flest öll sár, CPR, aflimanir, veikindi og margt fleira. Í einum tímanum var okkur sýnt myndband af fólki vera aflimað á allskonar hætti. Punga skorna af, lappir sagaðar o.fl. Nokkrir gáfust upp og ældu, mér til kaldrifjaðar ánægðu. Ég nærist á mistökum og ógæfu annara.
Í hvert skipti sem einhver hringdi með bjölluni og gafst upp brosti ég. Jafnvel þótt það væru vinir mínir.

Við lærum handmerki og fóníska stafrófið: Alpha, Bravo, Charlie, Delta, Echo, Fox-Trot, Golf, Hotel, India, Juliet, Kilo, Lima, Mike, November, Oscar, Par Par, Quebek, Romeo, Sierra, Tango, Uniform, Victor, Whiskey, Yankee, Zulu.

Til að eyða óvininum þurfum við að geta hitt með rifflinum. Ég kemst fljótt að því á skotbrautini að ég er fjandi góð skytta. Ég hitti 100% gegnum öll próf og ef ég hitti við hliðiná á skotæfingu fer dagurinn minn í rúst. Við þurfum einnig að venja okkur að labba með fragmentation vestið og basis'ið. Sem eru hlutirnir sem ég útskýrði í fyrri bloggi.
Við þurfum einnig að geta lifið á bakpoka í skóginum. Við förum fljótt á fyrstu æfinguna sem eru 3 dagar úti í skógi.

Við pökkum bakpokanum sem vegur kringum 30-35 kíló ég er ''bazookuskytta'', semsagt ég er með missile launcher á bakinu líka sem vegur 12 kíló. Vestið vegar 10 kíló og basis'ið mitt ca. 10kg með vatni og baunum (skotum). Þannig ég er að bera ca. 70kg með riffilinn og hjálminn. Þá er ég allt í einu orðinn 150kg þungur.

Við erum að byrja fyrstu æfinguna og göngum að staðnum þar sem við gistum næstu daga. Það eru bara kringum 4 kílómetrar en ég var gjörsamlega að drepast eftir það. Bakpokinn reif í axlirnar og mér leið eins og allt gírið væri að rífa mig í tvennt.
Þegar við komum að aðfangastað lærum við að setja upp BSO sem er tjaldsvæði með það markmið að hermenn geti hvílt sig og unnið upp barráttukraft. Við lærum fljótt að búa til Bivakk sem er tjald búið til úr einu laki og maður sefur á skógarbotninum með undirlag.
Bakpokinn þarf alltaf að vera pakkaður. Ef ég næ mér í tannbursta þarf ég að pakka honum aftur í því tilviki að við þurfum að evac'a því óvinurinn mætir.
Ég læri að búa mér til mat. Ég gref holu í jörðina og bý til lítið bál svo að óvinurinn sjái ekki eldinn og elda svo dósamatinn minn á bálinu. Dagurinn gengur með að grafa holur til að leggjast í ef við lendum í átökum. Þegar það byrjar að dimma má ekki reykja, tala né kveikja nein ljós. Við þurfum að hvíslast á og setja yfir okkur jakka ef við ætlum að kveikja ljós. Við lærum að vakta svæðið. Við vöktum í pörum af tveimur ca. klukkutíma-tvo á nóttu. Fyrir utan það þurfum við líka að labba ''patrols'' sem eru leiðangrar til að finna óvininn og eyða/njósna um hann. Við förum inn á óvinasvæði og færum okkur óséðir inn á áfangastað. Við skrifum niður hvað óvinurinn er að gera..Minnir að þeir hafi staðið með puttan í rassgatinu. Seinna löbbum við aftur í BSO'ið.

Það er ráðist á okkur þessa nótt. Ég held að ég hafi fengið klukkutíma svefn.

Næstu dagar líða á sama veg getur maður sagt. Við lærum að þvo á okkur punginn og eitthvað svona.

Ég átti eftir að læra helling.

søndag den 7. februar 2010

Og áfram heldur það

Ég vakna við öskur frá liðþjálfunum kl. 5 að morgni til. Hurðin okkar er læst og þeir komast ekki inn.
Ég labba fram og tannbursta mig, lít í spegilinn og fæ þessa súrrealístísku tilfinningu.
Strákarnir byrja að vakna og byrjað var að þrífa. Á hverjum morgni eigum við að sópa og skúra gólfið, fara með klút yfir allar vatnsréttar flatir og taka ryk, þrífa klósettið, sópa gólfið inni á klóssetti, þrífa speglana, vaskana, sturtuna og svo okkar hluta af bygginguni sem skiptist í hverri viku. Verst er að fá ganginn. Hann er ca. 70 metra langur og maður þarf að sópa og skúra hann á hverjum morgni.

Sjálf byggingin er ferhyrningur, ca. 20 metra breiður og 70 metra langur. Í honum eru nokkur tug herbergi, þurrkunarstofa og pússstofa. Þurrkunarstofuna getur maður notað til þess að þurka blaut föt og pússstofuna notar maður til þess að pússa stígvélin aðalega.

Eftir nokkra daga fáum við byssurnar okkar. Ég fæ númerið 63. Byssan mín er Colt C7A1. Við fáum ekki optical sight fyrr en seinna. Fyrst lærum við á Iron Sight. Við lærum að taka hana í sundur fyrst. Þegar við erum komin með ágæt tök á því lærum við að gera það sem við köllum að ''líti yfir byssuna'' og ''Function Control''. Að líta yfir byssuna þýðir bara að við tökum ''rifleboltinn'' til baka og læsum honum, setjum safety á, lítum niður í chamberið og lítum svo niður í hlaupið. Að því loknu smellum við boltinum til baka, setjum á single og skjótum í jörðina. Function Control er þannig að við hlöðum byssuna tvisvar, setjum safety á, pössum að það virki, tökum safety af og skjótum í jörðina.

Ég læri fljótt muninn á því að sitja í kennslustofu í hernum og í skólanum. Allir eru klæddir eins hérna og ef einn fer úr jakkanum þurfa allir að gera það, eða þá fá allir hann til að fara aftur í jakkann. Ef þú lítur út fyrir að vera að sofna, þá færðu að standa restina af tímanum, sem geta orðið nokkrir klukkutímar ef það er verið að kenna eitthvað langt.

Ef við gleymum einhverju, t.d. lykli, þá fáum við risastóran járn lykil sem við eigum að bera með okkur hvert sem við förum. Það er ekki gaman að hlaupa með 20 kílóa lykil í íþróttum.

Einn daginn förum við út í skóg íklædd því sem við köllum ''skyttan'' sem er vesti með plötum í. Belti með drykkjudúnk, 5 magasínum, gas grímu og tilheyrandi CBRN (Chemical, Biological, Radioactive and Nuclear) hlutum, hníf, skóflu og hreinsisetti og allskonar hlutum í einni töskuni. Svo auðvitað riffilin og hjálminn. Allt í allt eru þetta kannski 20kg sem maður er með á sér.
Við fórum inn í skóginn og gengum í klukkutíma eða tvo og leystum einhver verkefni sem ég man ekki eftir. Ég man bara eftir gönguni. Hún var óþolandi erfið fannst mér.
Við stöðvuðum endanlega og áttum að gera okkur klár fyrir eitthvað sem þeir gátu ekki sagt okkur hvað var.
Ég spennti allt draslið mitt vel á mig, passaði að reimin á riflinum passaði á mig og ég var klár.
Við fórum inn í skóginn og þar áttum við að hlaupa eftir hvítum strimlum og leysa þrautir með samvinnu. Við vorum ca. 8 stykki.
Fyrst var það að draga einhvern drumb með okkur undir og yfir greinar og leggja hann yfir á til að komast yfir. Svo áttum við að fara yfir gám. Ég stökk upp á gáminn og hinir fylgdu. Einhver feitur kappi komst ekki upp þannig við vorum föst þar í smá stund. Ég var látinn hlaupa áfram einn til að kanna næstu þraut.
Ég hleyp og kem að á og Lautnantinn minn stendur og öskrar að ég eigi að skríða í þessari moldugu drullugu á. Ég geri eins og mér er sagt nema hvað að hann segir mér að fara alveg niður á magann. Jæja, ég geri það og kem að þröngum göngum, eiginlega svona klósett pípu ca 1 meter í þvermál og ca. 50 metra langt. Það er vatn í botninum og ég á að skríða í gegn. Ég hef aldrei lennt í aðstæðum þar sem ég hef fengið innilokunarkennd, en þarna fékk ég hana. Ég var bara einn þarna inni og það var níðamyrkur og ég gat varla hreyft mig. Ég hafði heyrt söguna um strákinn (RIP) sem var með svo svakalega innilokunarkennd og var látinn skríða í gegnum svona rör en á þessari æfingu henntu þeir reyksprengjum inn. Hann var of lengi að komast út því hann gat ekki hreyft sig úr hræðslu og kafnaði inni í rörinu.

Ég komst í gegnum rörið og hljóp áfram. Næsta þraut var traktorsdekk sem við áttum að ýta upp brekku. Það var örlítið vesen en svo vorum við búin. Við fengum versta tímann.

Við gengum inn, einhverja tæpa 2 kílómetra. Ég var orðinn þreyttur eftir tvo kílómetra. Ef bara ég vissi hvað ég þyrfti að gera seinna.

Svona byrjaði þetta

Ég stend fyrir utan herstöð rétt fyrir utan Kaupmannahöfn.
Það er hlið fyrir framan mig og vörður á hægri hlið. Ég geng inn en vörðurinn stöðvar mig og spyr mig hvaða erindi ég eigi hérna. Ég svara honum að ég sé að mæta á ''session'' sem er byrjunarreiturinn í lífi hermanns. Ég sýni honum pappírana mína og hann sýnir mér hvert ég eigi að fara.

Fimmtugur sterkbyggður maður, liðþjálfi að tign að mig minnir, segir mér að bíða. Ég er fyrstur á staðnum. Mínúturnar líða og fólkið byrjar að streyma inn.

Okkur er gefin númer og við erum látin fara úr fötunum og læknir mælir, viktar og skoðar okkur. Ég er samþykktur sem ógallað eintak.
Eftir það förum við í greindarvísistölupróf og okkur er sýnt sérstök ''propaganda'' myndbönd.
Ég er tekin til hliðar þarsem ég er eini maður á staðnum sem er sjálfviljugur. Mér er gefið númerið 3800 af 3800 sem fóru í herinn það ár.

Ég byrja tveimur mánuðum seinna á herstöð í ''Skive''. Ég hef beðið eftir þessum degi mjög lengi og vakna snemma og geri mig klárann.

Ég geng niður götuna úr íbúðinni sem ég hef leigt mér og niður á lestarstöð.
Þar bíða heill hellingur af stórum hertrukkum sem halda 27 manns hver. Mér er vísað inn í einn trukkana og þar spjalla ég aðeins við hina. Við vorum allir grænari en horið í nefinu á okkur, en samt töldum við okkur svo klára.

Þegar við stöðvum í herstöðinni er einn strákurinn skammaður fyrir eitthvað sem reyndist að vera að stíga á grasið. Það er harðbannað að stíga á grasið á herstöðinni.

Okkur er kennt að standa og ganga rétt. Við fáum lykla að herberginu okkar og fáum búningana okkar afhennta seinna þegar það er búið að afgreiða aðrar deildir.

Lítið gerist þennan dag annað en okkur er kennt aga, reglur og virðingu.

Á enda dagsins hitti ég herbergisfélaga mína; lítinn gutta sem við köllum Brúa, stórann massaköggul með smá extra á sér sem við köllum Höggna og svo þybbinn víetnama sem hét Le.

Ég næ að velja neðri kojuna. Ég vel hana af því það er rafmagnstengi þar. Ég vissi að það yrði að góðum notum seinna og það reyndist satt.

Ég leggst í rúmið dauðþreyttur eftir 15 tíma vinnudag fyrsta daginn. Ég kíki upp í loftið á kojuni. Það er teiknuð nakin kona með mikið hár á píkuna og texti með ör sem bendir á hana. Í textanum stendur: ''Mamma þín''.